Fréttir | 26. júlí 2020 - kl. 09:31
Á toppinn með sigri

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tók á móti Knattspyrnufélagi Rangæinga á Hvammstangavelli í gær þegar leikið var í sjöundu umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 4. deild B riðli. Leikurinn var mikilvægur því sigurliðið færi á topp riðilsins. Hann byrjaði ekki vel fyrir heimamenn því strax á 6. mínútu var KFR komið yfir og þannig stóðu leikar í hálfleik 0-1.

Heimamenn mættu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik og uppskáru mark á 71. mínútu en þar var á ferðinni Oliver James Kelaart Torres og staðan orðin jöfn 1-1. Nokkrum mínútum seinna eða á 75. mínútu skoraði Oliver James annað mark og kom Kormáki/Hvöt yfir í leiknum 2-1. Og það urðu lokatölur leiksins.

Með sigrinum er Kormákur/Hvöt komið í efsta sæti B riðils með 13 stig. Í öðru sæti er SR með 12 stig en liðið hefur leikið einu leik færra en Kormákur/Hvöt. Í þriðja sæti er KFR með 11 stig.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga