Fréttir | 13. ágúst 2020 - kl. 23:48
Steinull hf. semur við Fjölnet

Steinull hf. endurnýjaði á dögunum samning við Fjölnet en fyrirtækin hafa unnið náið saman í fjölda ára með góðum árangri. Fjölnet mun því áfram sjá um rekstur miðlægra kerfa hjá fyrirtækinu ásamt notendaþjónustu, afritun og útstöðvarþjónustu.

Hjá Steinull starfa nú um 37 starfsmenn, framleitt er á þrískiptum vöktum allan sólarhringinn frá sunnudegi til föstudags. Velta síðustu ára hefur verið um 700 milljónir og framleiðslan um 100 þús. m³ þar af hefur um þriðjungur verið fluttur út, meðal annars til Færeyja, Englands, Þýskalands.

Fjölnet er öflugt fyrirtæki sem hefur starfað í rúm 20 ár í upplýsingatækni og sérhæfir sig í hýsingu og rekstri tölvukerfa auk þess að bjóða upp á persónulega og örugga alhliða tölvuþjónustu, ráðgjöf og kennslu.

Öll starfsemi Fjölnets er ISO27001 vottuð og er fyrirtækið með tvær starfstöðvar, Síðumúla 1 Reykjavík og Hesteyri Sauðárkróki.

Samninginn undirrituðu Stefán Logi Haraldsson framkvæmdarstjóri Steinullar og Sigurður Pálsson framkvæmdarstjóri Fjölnets.

Fjölnet þakkar traustið og hlakkar til áframhaldandi samstarfs, að því er segir í tilkynningu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga