Fréttir | 21. ágúst 2020 - kl. 09:17
Hluthafafundur Búsældar samþykkti samruna

Hluthafar Búsældar, sem eru um 500 bændur og á Norðlenska matboðið ehf. að fullu, samþykktu á aðalfundi Búsældar í gær samruna Norðlenska matborðsins ehf. annars vegna og Kjarnafæðis hf. og SAH Afurða ehf. hinsvegar. Stjórn Búsældar fékk þannig heimild hluthafa til að klára samrunann. Með samrunanum er verið að bregðast við breytingum í rekstrarumhverfi matvælaiðnaðarins.

Það er mat eigenda félaganna að sameinað félag sé betur í stakk búið til að veita viðskiptavinum sínum og birgjum, ekki síst bændum, góða þjónustu á samkeppnishæfu verði. Kjarnafæði og Norðlenska hafa átt í viðræðum um samruna frá því á haustmánuðum 2018 en líkt og fram hefur komið hafa félögin nú náð saman um þau atriði sem útaf stóðu. Afurðastöð SAH á Blönduósi er í eigu Kjarnafæðis.

Samkomulag um samruna félaganna er með fyrirvara um samþykki samkeppnisyfirvalda.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga