Verðlaunahafar á mótinu. Ljósm: FB/Markviss
Verðlaunahafar á mótinu. Ljósm: FB/Markviss
Fréttir | 24. ágúst 2020 - kl. 11:58
Fjögur Íslandsmet á Skotsvæði Markviss

Íslandsmeistaramótið í Norrænu trapi fór fram á skotsvæði Skotfélagsins Markviss um helgina við bestu mögulegu aðstæður. Keppni var spennandi í unglingaflokk og karlaflokk og voru sett fjögur Íslandsmet á mótinu, þar af eitt tvíbætt. Sagt er frá þessu á Facebook síðu Markviss.

Í unglingaflokk var met Felix Jónssonar (71 dúfa)  frá því fyrr í sumar tvíbætt, Elyass Kristinn byrjaði á því að bæta það um 8 dúfur með skorinu 79, Sigurður Pétur bætti svo um betur og er Íslandsmet unglinga í dag 88 dúfur. Leikar hjá unglingum enduðu því  þannig: Sigurður Pétur (88 dúfur), Elyass Kristinn (79 dúfur) og Jón Gísli (65 dúfur). Saman mynduðu þeir svo unglingalið Markviss og settu þar Íslandsmet með samanlögðu skori 232 dúfur.

Í kvennaflokki mætti Snjólaug M Jónsdóttir úr Markviss og endaði á skorinu 101 sem er hennar fjórða besta skor í Norrænu trapi en hún á einnig núverandi Íslandsmet sem er 114 dúfur.

Spennan var mikil í karlaflokki en Stefán Kristjánsson kom, sá og sigraði er hann skaut 135 dúfur af 150 (20 í úrslitum) og bætti met sitt frá því fyrr í sumar sem var 123 dúfur. Í öðru sæti var Guðmann Jónasson úr Markviss með 122 dúfur og 24 í úrslitum og í þriðja sæti var Timo Salsola SÍH með 118 dúfur og 23 í úrslitum.

Með þessu frábæra skori tókst liðsfélögum SÍH-A að bæta Íslandsmetið (344 dúfur) frá því í fyrra og skutu þeir Stefán Kristjánsson (135), Ásbjörn Sírnir Arnarson (120) og Bjarki Magnússon (114) samanlagt 369 dúfur.

Myndir frá mótinu má sjá á Facebook síðu Markviss.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga