Fréttir | 24. ágúst 2020 - kl. 18:49
Fjarlægja rimlahlið milli varnarsvæða

Vegagerðin áformar að fjarlægja tvö rimlahlið á hringveginum í Vestur-Húnavatnssýslu og eitt í Skagafirði en þau aðskilja varnarsvæði búfjársjúkdóma og gegna mikilvægu hlutverki í að verjast riðuveiki milli svæða. Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur mótmæla þessu og krefst þess að varnarlínum búfjárveikivarna verði haldið við samkvæmt lögum þar um. Sveitarfélögin Húnaþing vestra og Skagafjörður hafa óskað eftir fundi með Matvælastofnun og Vegagerðinni vegna málsins.

Sveitarfélögunum bárust bréf frá Vegagerðinni þar sem tilkynnt var að ekki yrði lagt í kostnað við að endurnýja hliðin og því verði þau fjarlægð með leyfi Matvælastofnunar, sem í raun eigi að bera kostnaðinn af viðhaldi þeirra.

Fjallað hefur verið um þetta á vef Feykis og á vef Ríkisútvarpsins er rætt við Sigfús Inga Sigfússon, sveitarstjóra í Skagafirði og Ragnheiði Jónum Ingimarsdóttur, sveitarstjóra í Húnaþingi vestra. Sigfús segir stöðuna ekki góða og finnst verið sé að kasta krónunni fyrir aurinn. Það hlið sem eigi að fjarlægja sé á línu milli virkasta riðusvæðis landsins og svæðis sem hefur verið riðulaust í yfir 20 ár. Ragnheiður Jóna tekur í sama streng.

Sjá nánar á vef Feykis og vef Ríkisútvarpsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga