Fréttir | 25. ágúst 2020 - kl. 12:12
Börn á Blönduósi fá frítt í sund og þreksal

Blönduósbær vill hvetja börn í sveitarfélaginu til þess að koma oftar í sund og nýta sér betur frábæra aðstöðu sem er í Íþróttamiðstöðinni. Þannig fá öll börn í sveitarfélaginu, að 18 ára aldri, frítt í sundlaugina og þreksalinn. Athygli er vakin á því að barn yngri en tíu ára verður að vera í fylgd með syndum einstaklingi sem er 15 ára eða eldri þegar sundstaðir eru sóttir.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga