Tilkynningar | 26. ágúst 2020 - kl. 17:51
Barnabæ vantar leikskólakennara eða leiðbeinanda
Leikskólinn Barnabær á Blönduósi vantar leikskólakennara eða leiðbeinanda sem fyrst til starfa í 100% starf en um tímabundna ráðningu er að ræða. Í leikskólanum fer fram fjölbreytt og skemmtilegt uppeldisstarf með börnum á aldrinum 8 mánaða til 6 ára. Unnið er samkvæmt Aðalnámskrá leikskóla 2011 og við leggjum áherslu á að námið fari fram í gegnum leik. Okkar vantar hressa og metnaðarfulla einstaklinga sem hafa áhuga á að vinna gefandi, krefjandi og skemmtilegt starf með börnum. 
 
Verið er að innleiða jákvæðan aga.
 
Þróunar verkefnið Mál og læsi er ný lokið sem er haft að leiðarljósi í allri kennslu.
 
Umsóknarfrestur er til og með 4 september 2020
 
Frekari upplýsingar gefur Sigríður Helga Sigurðardóttir, leikskólastjóri í síma 455 4740 og á netfanginu: helga@blonduos.is. 
 
Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu leikskólans: http://barnabaer.leikskolinn.is/Upplysingar/Starfsumsokn 
 
Umsækjendur mega hvorki hafa hlotið refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940 né hafa hlotið refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Rétt er að vekja athygli á því að við ráðningu er heimilt að sækja upplýsingar úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur hafi hlotið dóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, að veittri fræðslu til hans þar að lútandi.
 
Laun eru samkvæmt kjarasamningum Launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga