Fréttir | 27. ágúst 2020 - kl. 09:59
Álafoss tekið í bakaríið

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar átti ekki í vandræðum með lið Álafoss í 12. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu karla 4. deild B riðli en leikurinn fór fram í gær á Tungubakkavelli í Mosfellsbæ. Kormákur/Hvöt skoraði sex mörk í leiknum, fjögur í fyrri hálfleik og tvö í seinni hálfleik. Álafoss náði að skora eitt mark í leiknum en það var sjálfsmark og því urðu úrslit leiksins 0-6.

Viktor Ingi Jónsson hélt áfram að vera á skotskónum og skoraði tvö mörk í leiknum. Hilmar Þór Kárason, Sigurður Bjarni Aadnegard og Oliver James Kelaart Torres skoruðu sitt markið hvor.

Kormákur/Hvöt hafa nú unnið níu leiki í riðlinum og ekki tapað nema einum leik. Liðið er sem stendur í öðru sæti riðilsins með 22 stig, einu stigi minna en KFR sem hefur leikið einum leik meira.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga