Mynd: ruv.is
Mynd: ruv.is
Fréttir | 28. ágúst 2020 - kl. 09:58
Sögur af Norðurlandi vestra

Á dagskrá Ríkissjónvarpsins síðustu vikur hefur verið fjallað um náttúrufegurð og sögu Norðurlands vestra en þættirnir heita Sögur frá landi og eru þrír talsins. Í sumar fóru þáttastjórnendurnir Hlédís Sveinsdóttir og Hallgrímur Ólafsson og kynntu sér sögu, menningu og matargerðarlist á svæðinu. Þau leituðu uppi sögufólk og lífskúnstnera og alltaf var gítarinn og gleðin með í för. Dramatískar örlagasögur og áhugavert fólk, í bland við ferskan mat eldaðan út í náttúrunni.

Þættirnir voru styrktir af Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og framleiddir af skagfirska kvikmyndafélaginu Skottafilm og leikstjóri var Árni Gunnarsson.

Allir þrír þættirnir eru aðgengilegir í spilaranum á ruv.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga