Fréttir | 31. ágúst 2020 - kl. 08:21
Fjallskilastjórn útdeilir aðgangsmiðum í Miðfjarðarrétt

Fjallaskilastjórn Miðfirðinga mun útdeila miðum niður á bæi sem gefa rétt til þátttöku í komandi réttarstörfum sem fram fara í Miðfjarðarrétt á laugardaginn. Til að lágmarka fjölda sem kemur saman í réttina hverju sinni er stefnt að því að Núpsheiðarsafn komi fyrst til réttar klukkan 11, Húksheiði klukkan 13 og Aðalbólsheiði klukkan 15. Hrossarétt hefst klukkan 6:30.

Fjallskilastjórnin hittist í gær á fundi á Staðarbakka þar sem þetta var ákveðið. Þar kom fram að einn miði fer á bæ sem á fjárvon í réttina en það ættu að vera tólf bæir. Sex miðar fara á bæi sem eiga færri en 200 ær á heiði og níu miðar fara á bæi sem eiga fleiri en 200 ær á heiði. Hliðvörslumenn verða Guðrún Helga Magnúsdóttir, Rannveig Erla Magnúsdóttir og Eva Guðrún G.

Almenna reglan fyrir árið 2020 er að aðeins þeir sem hafa hlutverk mæti í göngur og réttir og er það vegna 100 marka hámarksreglu. Börn fædd 2005 eða síðar eru undanskilin takmörkunum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga