Sr. María. Ljósm: kirkjan.is
Sr. María. Ljósm: kirkjan.is
Fréttir | 01. september 2020 - kl. 09:22
Breytingar í Breiðabólsstaðarprestakalli

Breytingar verða í Breiðabólsstaðarprestakalli frá og með deginum í dag en sr. Magnús Magnússon sóknarprestur er farinn í níu mánaða námsleyfi sem stendur til 1. júní á næsta ári. Á meðan gegnir sr. María Gunnarsdóttir prestþjónustu í prestakallinu. Þetta kemur fram í facebookfærslu Hvammstangakirkju. Sr. María hefur starfað undanfarin misseri á fræðsludeild biskupsstofu en var vígð til afleysinga haustið 2019 og var þjónandi prestur í fyrravetur annars vegar í Laufásprestakalli í Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmi og hins vegar á Sjúkrahúsinu á Akureyri.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga