Ný neyðarvarnarkerra afhent. Ljósm: Aðsend.
Ný neyðarvarnarkerra afhent. Ljósm: Aðsend.
Fréttir | 01. september 2020 - kl. 13:04
Ný neyðarvarnarkerra afhent
Námskeið haldið til að kenna fólki á búnaðinn

Húnavatnssýsludeild Rauða krossins fékk síðastliðinn föstudag afhenta kerru búna neyðarvarnabúnaði sem stjórn deildarinnar ákvað að festa kaup á síðasta vetur. Anna Aspar, ritari Húnavatnssýsludeildar RKÍ, veitt búnaðinum viðtöku fyrir hönd deildarinnar og kom Tryggvi Hjörtur Oddsson, starfsmaður Rauðakrossins, með kerruna til Blönduóss.

Neyðarvarnakerran verður staðsett á Blönduósi, fyrst um sinn í húsnæði Brunavarna A-Hún. en deildin á fyrir aðra eldri kerru sem geymd er á Hvammstanga. Í kerrunum er ýmiss búnaður sem getur komið að góðum notum ef opna þarf fjöldahjálparstöð í skyndi svo sem: beddar, teppi, hlífðarbúnaður, öryggis- og hreinlætisvörur, lítil rafstöð o.fl. Deildin telur sig nú betur búna til að takast á við að opna fjöldahjálparstöðvar eins og reyndi á síðasta vetur.

Til þess að undirbúa næsta vetur sem best og kenna fólki á þann búnað sem til er hefur Rauði krossinn í Húnavatnssýlum ákveðið að halda námskeiðið: Inngangur að neyðarvörnum í september sem hér segir:

  • Hvammstanga: Félagsheimilið Hvammstanga, 18. sept. kl. 18:00 – 21:00
  • Blönduósi: Harmonikkusalurinn Þverbraut 1, 25. sept. kl. 18:00 – 21:00
  • Áhugasamir vinsamlega skrái sig á vefnum á raudikrossinn.is.

Rauðakrossdeildin skorar á alla þá sem geta hugsað sér að starfa að neyðarvörnum og m.a. hjálpa til ef opna þarf fjöldahjálparstöðvar að skrá sig á námskeiðin. Nánari upplýsingar hjá Sveindísi í síma 866-7115.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga