Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 01. september 2020 - kl. 13:22
Gul viðvörun - varað við norðanhríð

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem gildir frá klukkan 17 á fimmtudaginn og til klukkan 18 á föstudaginn. "Útlit er fyrir norðan hvassviðri eða storm, 15-20 m/s og talsverða úrkomu. Hiti verður nærri frostmarki og því líklegt að úrkoma falli sem slydda ofan 200 metra yfir sjávarmáls og sem snjókoma ofan 400 metra.

Veðrið gæti skapað vandræði fyrir búfénað, einkum kindur til fjalla. Líklegt er að færð spillist á fjallvegum og ferðalangar á svæðinu ættu að huga vel að veðurspám."

Gular viðvaranir hafa einnig verið gefnar út fyrir Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og fyrir Miðhálendið.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga