Fréttir | 01. september 2020 - kl. 13:03
Alvarlegt bílslys við Stóru-Giljá í morgun

Alvarlegt bílslys varð skammt frá bænum Stóru-Giljá upp úr klukkan átta í morgun. Mbl.is greinir frá því að kona hafi verið flutt með sjúkrabifreið á Sauðárkrók og þaðan með sjúkraflugi á Landspítalann og að ekki sé vitað um líðan hennar. Fram kemur að vegfarendur hafi komið konunni strax til aðstoðar og að vitni hafi verið að slysinu. Ekki er vitað hvers vegna konan missti stjórn á bifreiðinni en þetta er ekki í fyrsta skipti sem slys verða á þessum vegarkafla. Bifreiðin mun vera gjörónýt.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga