Fréttir | 02. september 2020 - kl. 14:37
Bæta öryggi svæðis umhverfis vegi

Vegagerðin vinnur þessa dagana að því að bæta umferðaröryggi á nokkrum vegaköflum á Norðurlandi, þar á meðal við bæina Stóru-Giljá og Öxl þar sem nokkuð hefur verið um slys að undanförnu. Mbl.is greinir frá þessu. Haft er eftir Margréti Silju Þorkelsdóttur, deildarstjóra tæknideildar á norðursvæði Vegagerðarinnar að aðgerðir til að bæta öryggi á svæðinu hafi byrjaði í síðustu viku.

Ráðist verður í framkvæmdir á nokkrum köflum og eru aðgerðirnar við Stóru-Giljá hluti af þeim pakka og eiga þær að klárast í þessum mánuði. Margrét Silja segir í samtali við mbl.is að þetta sé fyrst og fremst til að bæta öryggi svæðis umhverfis veginn ef fólk lendi í útafakstri, til að minnka líkurnar á að það velti bílnum. Fyrir vikið minnki líkur á alvarlegum meiðslum fólks. Hún segir jafnframt að vegtengingar við aðalveginn vera gamlar. Til standi að jafna fláann við gömlu vegina með jarðvegsframkvæmdu svo að ekki myndist stökkpallur eða þá eins konar veggur ef bílar fara út af.

Sjá nánar frétt mbl.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga