Pilsaþytskonur á Sæluviku. Ljósm: skagafjordur.is
Pilsaþytskonur á Sæluviku. Ljósm: skagafjordur.is
Fréttir | 03. september 2020 - kl. 11:16
Sæluviku Skagfirðinga aflýst

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur ákveðið að aflýsa Sæluviku 2020 sem fara átti fram dagana 27. september til 3. október. „Vegur þyngst í þeirri ákvörðun hertar sóttvarnaraðgerðir almannavarna og ekki fyrirséð hvenær þeim verður aflétt,“ segir á vef sveitarfélagsins.

Þrátt fyrir að Sæluvikunni hafi verið aflýst var ákveðið að veita Samfélagsverðlaun Skagafjarðar 2020 en þau hafa síðustu ár verið veitt á setningu Sæluviku. Auglýst verður eftir tilnefningum fljótlega.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga