Frá Haukagilsheiði í morgun. Ljósm: FB/Jón Gíslason
Frá Haukagilsheiði í morgun. Ljósm: FB/Jón Gíslason
Fréttir | 04. september 2020 - kl. 14:28
Réttað í Undirfellsrétt á sunnudaginn

Réttarstörf áttu að hefjast í Undirfellsrétt í Vatnsdal í dag en svo verður ekki þar sem gangnamenn þurftu frá að hverfa við smölun í gær sökum þoku. Smölun hófst á ný í morgun þar sem skyggni var orðið þokkalegt en snjór er yfir öllu og lágskýjað. Í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins var rætt við Jón Gíslason, bónda á Hofi en hann gisti í Álkuskála á Haukagilsheiði í nótt ásamt fleiri mönnum.

Jón segist ekki hafa áhyggjur af því að kindurnar hafi farnast illa í óveðrinu í nótt, það sé ekki svo mikill snjór. Hann telur líklegt, að öllu óbreyttu, að réttir geti hafist á sunnudaginn. „Við töfðumst bara um tvo daga en vonandi fer þetta allt að ganga núna,“ sagði Jón í hádegisfréttunum.

Sjá nánar frétt Ríkisútvarpsins hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga