Fréttir | 05. september 2020 - kl. 09:35
Tap á Eimskipsvellinum í gær

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tapaði fyrir liði SR á Eimskipsvellinum í Reykjavík í gærkvöldi. Eftir 20 mínútna leik höfðu heimamenn skorað tvö mörk og þannig stóðu leikar í hálfleik 2-0 fyrir SR. Eftir 60 mínútna leik versnaði staða svo enn meira fyrir Kormák/Hvöt þegar SR skoraði þriðja mark sitt í leiknum. Áður en flautað var til leiksloka náði Kormákur/Hvöt klóra í bakkann og skora tvö mörk en lengra komst liðið ekki, lokatölur 3-2 fyrir SR.

Viktor Ingi Jónsson og Sigurður Bjarni Aadnegard sáum um að skora fyrir Kormák/Hvöt. Þetta var aðeins annað tap Kormáks/Hvatar í sumar en þrátt fyrir það situr liðið ennþá á toppi riðilsins með 25 stig, stigi meira en KFR og fimm stigum meira en SR sem á leik til góða. Liðið er gott sem búið að tryggja sig inn í úrslitakeppnina en má þó ekki tapa síðasta leiknum í riðlakeppninni sem leikinn verður á Blönduósvelli sunnudaginn 13. september klukkan 16 gegn Stokkseyri.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga