Tilkynningar | 08. september 2020 - kl. 21:27
Félags- og tómstundastarf á Blönduósi að hefjast
Frá Sigríði Hrönn Bjarkadóttur

Kæri íbúi/kæru íbúar.

Félags- og tómstundastarf á Blönduósi hefst 10. september næstkomandi. Við viljum bjóða þér (ykkur) að koma og stunda félags- og tómstundastarf sem rekið er af Blönduósbæ ykkur að kostnaðarlausu. Um er að ræða þjónustu sem er opin öryrkjum og þeim sem náð hafa 60 ára aldri og eiga búsetu á Blönduósi eða í Húnavatnshrepp.

ATH: Breitt staðsetning á starfseminni.

Verðum á Þverbraut 1, jarðhæð.

Á mánudögum og fimmtudögum frá klukkan 14:00-17:00 er handavinna og spjall.
Á þriðjudögum frá klukkan 14:00-17:00 er spiladagur. Spilafólk þarf að vera með grímur.

Tómstundir eru mikill og stór þáttur í okkar daglega lífi. Covid- 19 hefur skert mikið okkar þjónustu en er það von mín að við getum haldið ótrauð áfram. Virðum reglur sem okkur eru settar í sóttvörnum.

Ég mun koma með nýja spilastokka fyrir hvern hóp, síðan sjá hóparnir sjálfir um sýn spil.  Einstaklingum er bæði hollt og gott að hafa eitthvað fyrir stafni og ekki síst þeim sem eru hættir að vinna. Félagsstarf er kjörinn vettvangur til að finna verkefni við hæfi hvers og eins. Það er okkur öllum nauðsynlegt að eiga afþreyingu og rjúfa félagslega einangrun. Það eykur andlega og líkamlega vellíðan.

Hver og einn getur komið með sýna handavinnu að heiman. Við reynum að þjónusta ykkur með vörur eins og okkar er frekast kostur. Erum með ýmissar tegundir af garni.

Þeir sem spila hjá okkur finna sér spilafélaga og koma sér upp spilahóp.

Kaffi er drukkið klukkan 15:30, greitt er fyrir það hverju sinni. Meðlæti með kaffinu er smurt brauð og heimabakað.

Verið ávallt velkomin til okkar.

Fyrir hönd félags-og tómstundarstarfs.

Sigríður Hrönn Bjarkadóttir (Sísa). Sími félagsstarfsins er 4554785 netf sisab@blonduos.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga