Fréttir | 10. september 2020 - kl. 09:27
Meðaltals hækkun afurðaverðs til bænda 6,5%

Allar afurðastöðvar í sauðfjárrækt hafa nú birt gjaldskrár afurðaverðs til bænda. Hæst er verðið hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga, 508 krónur á kíló og hækkar um 6% milli ára. SAH Afurðir á Blönduósi greiða 503 krónur á kílóið og nemur hækkun milli ára um 9%. Sláturfélagi Vopnfirðinga greiðir 507 krónur á kíló lambakjöts og nemur hækkunin milli ára 8,5%.

Norðlenska greiðir 490 krónur á kílóið og nemur hækkunin milli ára 6,4%. Fjallalamb greiðir lægsta verðið af afurðarstöðvunum, 483 krónur og er það 5,7% hækkun milli ára. Sláturfélag Suðurlands greiðir 505 krónur á kílóið og nemur hækkunin 8,5% milli ára. Landsmeðaltalið er um 500 krónur á kílóið sem gerir 6,5% hækkun milli ára. Sláturleyfishafar hafa að auki greitt misháar viðbótagreiðslur á undanförnum árum eftir því hvernig gengur að selja og hvernig afkoman reynist.

Fréttin hefur verið uppfærð þar sem SAH Afurðir uppfærðu verðskrá sína í dag 10. september frá því hún var fyrst birt 3. september síðastliðin. Í fyrri útgáfu var verðið 492 krónur og hækkun milli ára 6,7%. Sláturfélag Suðurlands hefur einnig uppfært sína verðskrá í dag og fer verðið úr 497 krónur í 505 krónur.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga