Fréttir | 10. september 2020 - kl. 10:08
Æfingar að hefjast hjá kirkjukór Blönduóskirkju
Tilkynning frá stjórn

Kirkjukór Blönduóskirkju hefur æfingar á nýju starfsári þann 16. september, en æfingar undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista verða alla miðvikudaga í vetur klukkan 20-22. 

Framundan er spennandi starfsár með margs konar samstarfi og uppákomum. Okkur vantar alltaf nýtt fólk í kórinn, þannig að endilega kíkið á okkur ef þið hafið áhuga á söng. Það er aldrei of seint að koma í kórinn, en mjög gott að byrja í upphafi starfsárs. Gott væri að fá fleiri í allar raddir, en okkur vantar sérstaklega fleiri karlmenn.

Æfingar eru alltaf í kirkjunni enda kirkjukórinn hluti af safnaðarstarfi hennar. Að sjálfsögðu gætum við fyllsta öryggis og förum að sóttvarnalögum og búum svo vel að nóg pláss er í kirkjunni okkar.

Kveðja, stjórn kirkjukórs Blönduóskirkju

Ragnhildur Ragnarsdóttir ritari,
Svala Runólfsdóttir gjaldkeri og
Þórhalla Guðbjartsdóttir formaður.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga