Fréttir | 10. september 2020 - kl. 14:07
Áætlaðar skatttekjur lækkaðar um 60 milljónir

Á fundi byggðarráðs Húnaþings vestra á mánudaginn var lögð fram tillaga að viðauka við fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Tillagan er fyrst og fremst tilkominn vegna áhrifa sem COVID-19 faraldurinn hefur á rekstur sveitarfélagsins, bæði til lækkunar tekna og aukis kostnaðar. Að auki hefur snjóþungur vetur orðið til þess að hækka þarf áætlun vegna snjómoksturs og hálkuvarna. Viðaukinn gerir ráð fyrir að skatttekjur sveitarfélagsins lækki um 60 milljónir á árinu.

Samkvæmt viðaukanum eru breytingar gerðar á nokkrum liðum í fjárhagsáætlunni sem ýmist hækka eða lækka en nettó kostnaður nemur 69,7 milljónum króna sem mæta á með lækkun á handbæru fé. Byggðarráð samþykkir tillöguna að viðaukanum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga