Stórlax úr Miðfjarðará. Ljósm: FB/midfjardaralodge
Stórlax úr Miðfjarðará. Ljósm: FB/midfjardaralodge
Yfirlit yfir stærstu laxana. Mynd: mbl.is/frettir/veidi/
Yfirlit yfir stærstu laxana. Mynd: mbl.is/frettir/veidi/
Fréttir | 18. september 2020 - kl. 11:18
Stórlaxaveiði í húnvetnsku ánum

Stórlaxarnir eru að veiðast í húnvetnsku laxveiðiánum þessa dagana. Sporðaköst, veiðivefur mbl.is, skráir sérstaklega og birtir yfirlit yfir veidda laxa sem eru 100 sentímetrar eða lengri. Þar má sjá að síðustu fimm stórlaxarnir sem komið hafa á land síðustu daga koma allir úr húnvetnskum ám, sá stærsti úr Vatnsdalsá 10. september en hann var 108 sentímetrar. Nýjasti stórlaxinn kom úr Miðfjarðará á þriðjudaginn. Ágætur gangur er ennþá í laxveiðinni í Miðfjarðará og skilaði síðasta vikuveiði um 120 löxum.

Alls höfðu 1.626 laxar veiðst í ánni í lok dags 16. september síðastliðinn og er það 20 löxum meira en allt sumarið í fyrra. Laxá á Ásum er komin í 663 laxa með fjölgun upp á 16 laxa frá því í síðustu viku. Víðidalsá er komin í 509 laxa sem er 79 löxum meira en allt sumarið í fyrra. Blanda stendur enn í 475 löxum enda var veiði hætt þegar hún fór á yfirfall í ágúst. Vatnsdalsá er komin í 358 laxa sem eru 23 löxum meira en í síðustu viku. Hrútafjarðará er komin í 305 laxa og Svartá í 167 laxa en í fyrra veiddust 54 laxar í ánni.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga