Fréttir | 19. september 2020 - kl. 19:59
Hörku leikur í Hafnarfirði

Sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar mætti í Hafnarfjörðinn í dag og atti kappi við lið Knattspyrnufélags Ásvalla en um var að ræða fyrri leik liðanna í úrslitakeppni 4. deildar. Þrátt fyrir rok og rigningu með köflum var boðið upp á skemmtilegan og dramatískan knattspyrnuleik. Kormákur/Hvöt byrjaði leikinn af miklum krafti og var staðan 0-2 gestunum í vil eftir 25 mínútna leik.

Viktor Ingi Jónsson skoraði á 14. mínútu og Juan Carlos Dominguez Requena á þeirri 25. Á 37. mínútu leiksins náði KÁ að minnka muninn og staðan í hálfleik var 1-2 fyrir Kormák/Hvöt.

Á 75. mínútu var leikmaður KÁ rekinn út af með rautt spjald en einum færri náði liði að jafna á síðustu mínútu venjulegs leiktíma. Lokatölur 2-2 sem hljóta að teljast ágæt úrslit þrátt fyrir allt. Seinni leikurinn fer fram á Blönduósvelli á miðvikudaginn klukkan 16:15.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga