Fréttir | 23. október 2020 - kl. 11:01
Fjallað um Vatnsdæla sögu og Fjalla-Eyvind

Norðlenska sjónvarpsstöðin N4 var á ferðinni í Austur-Húnavatnssýslu nýverið og heimsótti m.a. Húnavallaskóla og Eyvindarstofu á Blönduósi. Í heimsókninni í Húnavallaskóla ræddi þáttastjórnandinn, Rakel Hinriksdóttir, við Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóra Húnavatnshrepp, um veggmálverk Baltasar Samper þar sem helstu viðburðir Vatnsdæla sögu koma við sögu. Í Eyvindarstofu ræddi Rakel við Magnús Ólafsson sagnamann um Fjalla-Eyvind.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga