Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 01. desember 2020 - kl. 22:31
Gul veðurviðvörun í tvo daga

Gul veðurviðvörun er í gildi fyrir landið allt á morgun og á fimmtudaginn. Fyrir Norðurland vestra tekur gul viðvörun gildi klukkan níu í fyrramálið og gildir til miðnættis fimmtudaginn 3. desember. Veðurstofan spáir norðan hvassviðri með vindhraða upp á 13-20 metra á sekúndu og því fylgir snjókoma og skafrenningur. Búast má við lélegu skyggni og slæmum akstursskilyrðum.

Í athugasemdum veðurfræðings á Veðurstofunni segir: „Norðan rok úti fyrir Norðurlandi á morgun og fimmtudag. Há sjávarstaða, ölduhæð og áhlaðandi getur skapað mikinn ágang við ströndina sunnan- og suðvestanlands í dag, en á Norðurlandi á morgun og fimmtudag.

Útlit fyrir norðan hvassviðri eða storm á morgun með snjókomu á norðurhelmingi landsins og jafnvel stórhríð á köflum norðanlands. Kólnar í veðri. Svipuð norðanátt áfram á fimmtudag og lægir ekki svo um munar fyrr en eftir hádegi á föstudag.“

Sjá nánar á vef Veðurstofu Íslands.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga