Veðrið í dag kl. 12 á hádegi. Mynd: vedur.is
Veðrið í dag kl. 12 á hádegi. Mynd: vedur.is
Fréttir | 14. desember 2020 - kl. 09:29
Tjörublæðingar í Húnavatnssýslum

Vegagerðin varar við tjörublæðingum á vegum í Húnavatnssýslum, frá Blönduósi og yfir í Borgarfjörð. Vegir eru víðast hvar greiðfærir en hálka eða hálkublettir á nokkrum útvegum. Veðrið á Norðurlandi vestra verður ágætt dag, hiti um fjögur stig en vindur frá 9-17 metrar á sekúndu. Á morgun er spáð því að vindur verði norðaustanstæður 10-18 metrar á sekúndu, hvassast á annesjum. Úrkomulaust að kalla og hiti 1 til 6 stig. Gert er ráð fyrir slyddu eða rigningu þegar nær dregur helgi.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga