Skjáskot af vef ruv.is.
Skjáskot af vef ruv.is.
Fréttir | 15. desember 2020 - kl. 09:12
Milljónatjón á bílum vegna tjörublæðinga

Lögreglan á Norðurlandi vestra vekur athygli á miklum tjörublæðingum frá Borgarfirði og norður um land. Í tilkynningu sem send var út í gærkvöldi segir að tjón hafi orðið á bifreiðum og eitt umferðaóhapp megi rekja til blæðinganna. Ökumenn eru beðnir um að aka varlega, fylgjast með hjólbörðum bifreiða sinna og jafnframt að sýna annarri umferð tillitssemi.

Ríkisútvarpið sagði frá því í morgun að framkvæmdastjóri Vörumiðlunar á Sauðárkróki hefði tilkynnt Vegagerðinni um milljónatjón á fjölmörgum vörubílum fyrirtækisins vegna blæðinga á Norður- og Vesturlandi. Hann sagði að það væri stórhættulegt að vera í umferðinni við þessar aðstæður. Sjá frétt Ríkisútvarpsins hér.

Friðfinnur Tómasson segir sína reynslusögu af tjörublæðingum á mbl.is en hann var á ferðinni frá Reykjavík til Skagastrandar í gærkvöldi. Frétt mbl.is má sjá hér.

Ívar Örn Smárason var einnig á ferðinni norður yfir heiðar í gærkvöldi og í samtali við visir.is sagði hann að framrúðan hjá sér hefði tvíbrotnað eftir að hann hafi mætt öðrum bílum, þrátt fyrir að allir hefðu hægt á sér. Frétt visir.is má sjá hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga