Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 15. desember 2020 - kl. 14:22
Íbúum Húnavatnssýslna fjölgaði um 27

Íbúum í Húnavatnssýslum fjölgaði um 27 á tímabilinu 1. desember 2019 til 1. desember 2020. Mest var fjölgunin á Blönduósi. Íbúafjöldinn þar fór úr 942 í 957, fjölgun um 15 íbúa eða um 1,6%. Mæst mest fjölgaði í Húnaþingi vestra en þar fór fjöldinn úr 1.210 í 1219 á tímabilinu, fjölgun um 9 íbúa eða um 0,7%. Íbúum Skagastrandar fjölgaði úr 473 í 475 eða um tvo á tímabilinu, sem er sama fjölgun og í Skagabyggð en þar fór fjöldinn úr 90 íbúum í 92. Í Húnavatnshreppi fækkaði íbúum um einn á tímabilinu, íbúafjöldinn fór úr 370 í 369.

Íbúafjöldi í Húnavatnsýslum 1. desember síðastliðinn var 3.112 en var þann 1. desember 2019 alls 3.085, fjölgun um 27 íbúa eða um 0,9%. Íbúafjöldi í Austur-Húnavatnssýslu var 1.893 þann 1. desember 2020.

Á tímabilinu fjölgaði íbúum á Norðurlandi vestra um 86. Munar þar mest um fjölgun íbúa í Skagafirði. Íbúafjöldinn þar fór úr 4.037 í 4.091, fjölgun um 54 íbúa eða um 1,3%. Íbúafjöldi á Norðurlandi vestra 1. desember síðastliðinn var 7.413 en var þann 1. desember 2019 alls 7.327, fjölgun um 86 íbúa eða um 1,2%.

Tölur þessar má finna á www.skra.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga