Fréttir | 16. desember 2020 - kl. 10:05
Sammála um að skerða ekki þjónustu og halda framkvæmdum áfram eins og mögulegt er

Sveitarstjórn Blönduósbær samþykkti í gær fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2021, sem og þriggja ára áætlun 2022-2024. Fjárhagsáætlunin gerir ráð fyrir neikvæðri rekstrarniðurstöðu á næsta ári upp á 96 milljónir kóna. Heildartekjur eru áætlaðar 1.283 milljónir og rekstrargjöld 1.322 milljónir. Gert er ráð fyrir að fjármagnsliðir verði neikvæðir um 57 milljónir. Fjárfestingar á næsta ári eru áætlaðar 136 milljónir og ber þar hæst framkvæmdir við Blönduskóla. Gert er ráð fyrir að 200 milljónir verði teknar að láni á næsta ári og að afborganir langtímalána verði 142 milljónir. Langtímaskuldir munu hækka um liðlega 100 milljónir á milli ára.

Í fundargerð sveitarstjórnar segir:

Fjárhagsáætlun Blönduósbæjar fyrir árið 2021 er nú unnin við óvenjulegar aðstæður þar sem áhrif heimsfaraldurs COVID-19 hefur haft áhrif á rekstur og áætlanir allra sveitarfélaga í landinu, þar sem tekjur hafa dregist saman bæði frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna lækkunar á öðrum tekjum, á sama tíma og launakostnaður hefur verið að hækka vegna áhrifa lífskjarasamninga.

Sveitarstjórn hefur verið sammála um þær áherslur að skerða ekki þjónustu og leitast við að halda framkvæmdum áfram eins og mögulegt er, með áherslu á að klára verknámsbyggingu við Blönduskóla á fyrri hluta næsta árs, þó svo að aðrar framkvæmdir verði að bíða þar til efnahagsástand hefur batnað.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga