Mynd: vegagerdin.is
Mynd: vegagerdin.is
Fréttir | 16. desember 2020 - kl. 12:00
Bikblæðingarnar minnka verulega
Ástandið mun betra í gærkvöldi og í morgun

Bikblæðingar eru mun minni á leiðinni Borgarnes - Akureyri í dag miðvikudag en þær hafa verið, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Ástandið fór strax að lagast í gær, síðdegis, og er mun betra nú fyrir hádegi. Vegagerðin hefur þó áhyggjur af að ástandið gæti versnað með hækkandi hitastigi þegar líður á daginn og fylgist grannt með ástandinu.

Vegfarendur eru áfram hvattir til að vera ekki á ferðinni að óþörfu og að fylgjast með fréttum frá Vegagerðinni, tilkynningum sem koma á heimasíðunni eða á Twitter-síðu Vegagerðarinnar og einnig má nálgast nýjustu upplýsingar með því að hringa í síma 1777.

Vegurinn var hreinsaður í gær og hefur verið yfirfarinn aftur í morgun, síðan er von á því að hitastig fari lækkandi í kvöld og á morgun sem mun hjálpa til við að stöðva þessar bikblæðingar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga