Fréttir | 17. desember 2020 - kl. 09:10
Síðustu forvöð að panta Listagjöf

Umsóknarfrestur til að panta Listagjöf fyrir ástvin rennur út í dag. Allt að 750 gjafir eru í boði og verða þær afhentar um helgina. Hver listagjöf er um það bil fimm til tíu mínútna flutningur á tónlist, dansi eða ljóðalestri frá mörgu af okkar allra besta listafólki. Sá eða sú sem bókar gjöfina sér til þess að viðtakandinn verði heima þegar gjöfin verður afhent og tekur að auki á móti listamanninum.

Flutningurinn fer svo fram í öruggri covid-fjarlægð frá þiggjanda gjafarinnar, utandyra ef þess er nokkur kostur eða annars staðar þar sem hægt er að tryggja örugga fjarlægð. Hægt er að panta Listagjöf hér.

Fréttin hefur verið uppfærð. Ákveðið hefur verið að framlengja frestinn út daginn en áður var hann til hádegis.

Tengd frétt:

Listagjöf um land allt

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga