Fréttir | 17. desember 2020 - kl. 15:41
Fjárhagsáætlanir Skagastrandar samþykktar

Sveitarfélagið Skagaströnd verður rekið með 57 milljón króna tapi á næsta ári, samkvæmt fjárhagsáætlun þess sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi á þriðjudaginn. Heildartekjur eru áætlaðar 706 milljónir, þar af eru skatttekjur 483 milljónir og rekstrartekjur 223 milljónir. Rekstrargjöld eru áætluð 757 milljónir, þar af er launakostnaður 347 milljónir. Fjármagnsliðir eru áætlaðir jákvæðir um 6 milljónir. Í fjárhagsáætlun áranna 2022-2024 er gert ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu öll ári.

Fjárfestingaáætlun sveitarfélagsins á næsta ári hljóðar upp á 246 milljónir. Stærstu fjárfestingar eru 80 milljónir vegna sjóbaða, 80 milljónir vegna fráveituframkvæmda, 50 milljónir í almennt viðhald og endurbætur eigna og 19 milljónir í viðhald og framkvæmdir á hafnarsvæði.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga