Fréttir | 17. desember 2020 - kl. 22:42
Blómasölu Styrktarsjóðs Austur Húnvetninga frestað fram á nýtt ár
Tilkynning frá stjórn

Blómasölu Styrkarsjóðs Austur Húnvetninga sem vera átti á Þorláksmessu í anddyri Kjörbúðarinnar á Blönduósi hefur verið frestað fram á næsta ár sökum aðstæðna í þjóðfélaginu í kjörfar Covid-19 faraldursins.

Styrkarsjóðurinn tók við árlegri blómasölu Lionsklúbbs Blönduóss fyrir síðustu jól en þá hafði klúbburinn selt blóm í fjáröflunarskyni í áratugi. Lionsklúbburinn eftirlét Styrktarsjóðnum blómsöluna og verður vonandi hægt að selja blóm fljótlega á nýju ári.

Hægt er að styðja við bakið á sjóðnum með frjálsu framlagi hvenær sem er, inn á reikning hans í Arion banka 0307-26-006509 kt. 650997-2479.

Styrktarsjóður Húnvetninga, en það hét hann í upphafi, var stofnaður árið 1974 og voru stofnfélagar átta félög og félagasamtök. Félögum sjóðsins hefur fækkað í gegnum tíðina og eru sex talsins í dag. Stjórn sjóðsins er skipuð þremur aðilum og ár hvert kemur nýr aðili inn í stjórn og annar hættir.

Markmið sjóðsins eru og hafa alltaf verið hjálp í erfiðum sjúkdómstilfellum, þar sem ekki eru veitt næg aðstoð af hálfu opinberra aðila annnars vegar og hins vegar fjárframlög til kaupa á lækningatækjum eða öðrum þeim tækjum eða aðstöðu sem skapar bætta sjúkrahjálp og heilsugæslu í héraði.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga