Mynd: vedur.is
Mynd: vedur.is
Fréttir | 19. desember 2020 - kl. 20:31
Gul veðurviðvörun á Norðurlandi vestra

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra sem gildir til hádegis á mánudaginn. Spáð er norðaustan hvassviðri með vindhraða á bilinu 13-20 metra á sekúndu. Búast má við talsverðri snjókomu eða éljagangi með skafrenningi og lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.

Sjá nánar á www.vedur.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga