Fréttir | 20. desember 2020 - kl. 13:37
Lestrarátak í desember - frábær þátttaka

Á vef Blönduskóla er sagt frá því að lestrarátak hafi farið fram nú í desember. Bæði foreldrar og nemendur voru hvattir til að lesa upphátt í 15 mínútur á dag. 

Góð þátttaka var í lestrarátakinu og á föstudaginn, á litlu jólum skólans, voru 4 nemendur dregnir út og eitt foreldri og hlutu þau öll bók að gjöf frá skólanum. 

Þar sem um ákveðna tilraun var að ræða kom skemmtilega á óvart hversu margir foreldrar skiluðu inn kvittunum um lestur, en 65 foreldrar tóku þátt að þessu sinni. 

 
Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga