Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Blönduós. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 21. desember 2020 - kl. 14:41
Stysti dagur ársins

Hann er ekki langur dagurinn í dag, rúmar þrjá klukkustundir milli sólriss og sólarlags í Húnavatnssýslum. Í dag eru vetrarsólstöður og á morgun fer daginn að lengja á ný. Stjörnufræðivefurinn segir frá því að í dag verða pláneturnar Júpíter og Satúrnus nær hvor annarri á himni en þær hafa verið í rúm 400 ár. Hafa þær ekki verið svona nálægt hvort annarri, frá jörðu séð, síðan 16. júlí árið 1623.

Áhugasamir geta kynnt sér nánar um þetta á www.stjornufraedi.is.

Samkvæmt sólargangstöflu Veðurstofu Íslands reis sól á Blönduósi klukkan 11:46 í dag og sólarlag er klukkan 14:52. Á Hvammstanga var sólris klukkan 11:43 en sólarlag er 15:01. Í Reykjavík var sólris klukkan 11:22 en sólarlag er 15:31.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga