Birna Ágústsdóttir. Ljósm: stjornarradid.is
Birna Ágústsdóttir. Ljósm: stjornarradid.is
Fréttir | 22. desember 2020 - kl. 10:37
Birna skipuð í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra

Dómsmálaráðherra hefur skipað Birnu Ágústsdóttur í embætti sýslumanns á Norðurlandi vestra  frá 1. janúar næstkomandi. Birna lauk meistaragráðu í lögfræði frá Háskólanum á Akureyri 2010 og hefur frá þeim tíma starfað sem löglærður fulltrúi hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra og verið staðgengill sýslumanns undanfarin tvö ár.

Hefur hún meðal annars komið að uppbyggingu innheimtumiðstöðvar sýslumanna á landsvísu sem er hluti af þróun embættanna í átt að stafrænni framtíð.

Alls bárust fimm umsóknir um embætti Sýslumannsins á Norðurlandi vestra sem auglýst var laust til umsóknar í haust. Umsækjendur voru Agnar Ágústsson, nemi og fyrrverandi fyrsti stýrimaður, Stefán Ólafsson, lögmaður, Birna Ágústsdóttir, löglærður fulltrúi hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra, Björn Hrafnkelsson, fulltrúi hjá Sýslumanninum á Norðurlandi vestra og Karl Óttar Pétursson, lögmaður.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga