Við Blönduósflugvöll. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Við Blönduósflugvöll. Ljósm: Róbert Daníel Jónsson.
Fréttir | 29. desember 2020 - kl. 13:18
Framkvæmdum lokið á Blönduósflugvelli

Framkvæmdum á Blönduósflugvelli er lokið. Flugstöðin var lagfærð í haust og máluð að utan og papilljós sett upp, sem nú hafa verið flugprófuð. Jafnframt var hannað nýtt aðflug að vellinum að beiðni Mýflugs. Í mars síðastliðnum var samþykkt að ráðast í sérstakt tímabundið fjárfestingarátak á árinu til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Veittar voru 90 milljónir til viðhalds á innanlandflugvöllum og lendingarstöðum.

Ein af tillögum átakshóps ríkisstjórnarinnar um úrbætur í innviðum snéri að viðhaldi Blönduósflugvallar. Í aðgerðarlýsingu úrbóta segir að "tryggja þarf að flugvöllurinn sé nothæfur fyrir sjúkraflug og að sökum staðsetningar hans við þjóðveg eitt er hann mikilvægur þegar slys verða á fólki og mínútur skipta máli. Samgönguráð, byggðaráð og ISAVIA bera ábyrgð á framkvæmdinni."

Málið hefur verið eitt af áherslumálum Blönduósbæjar við uppbyggingu innviða samfélagsins og hefur verið þrýst á það reglulega. Í samgöngu- og innviðaáætlun Norðurlands vestra sem stjórn Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra samþykkti í júní í fyrra var einnig lögð áhersla á að Blönduósflugvöllur yrði skilgreindur fyrir sjúkraflug og tryggt að hann geti þjónað flugi með viðunandi hætti.

Tengdar fréttir:

Blönduósflugvöllur fær viðhald á árinu
Blönduósflugvöllur í tillögum átakshóps um úrbætur í innviðum
Blönduósflugvöllur verði skilgreindur fyrir sjúkraflug
Bentu ráðuneytinu á mikilvægi Blönduósflugvallar í september
Hver ber ábyrgð á viðhaldsleysi Blönduósflugvallar?
Ráðuneytið ræður, ekki Isavia
Formaður byggðaráðs gagnrýnir Isavia

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga