Skjáskot úr Controlant viðmótinu þar sem áfangastaðir bóluefnisins sjást.
Skjáskot úr Controlant viðmótinu þar sem áfangastaðir bóluefnisins sjást.
Fréttir | 29. desember 2020 - kl. 16:01
Bóluefni á Blönduós

Í morgun var byrjað að dreifa bóluefni Pfizer og BioNTech á 21 stað á landsbyggðinni, þar á meðal á Blönduós og Sauðárkrók. Jónar Transport sér um dreifingu bóluefnisins hér á landi fyrir Distica. Efnið sem kom til landsins, og var flutt við -80 gráða frost, er þurrefni. Byrjað var að blanda hluta efnisins í Reykjavík á morgun en svo kemur það í hlut hjúkrunarfræðinga víða um land að blanda efnið og gera klárt fyrir bólusetningu á landsbyggðinni.

Meðfylgjandi mynd er skjáskot úr Controlant viðmótinu en þar sést á hvaða áfangastaði bóluefnið er að fara. Fylgst er með hitastigi í sendingunum og hvar sendingarnar eru staddar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga