Skjáskot af N4
Skjáskot af N4
Fréttir | 30. desember 2020 - kl. 15:58
Sex börn komu undir á tímum rafmagnsleysis í Húnaþingi vestra

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra, gleymir árinu 2020 seint eða aldrei. Hún var nýkomin til starfa í desember 2019 þegar mikið óveður skall á með tilheyrandi rafmagnsleysi. Og nokkrum vikum síðar skall á heimsfaraldur. Fólki fjölgaði ört í sveitarfélaginu á árinu, til dæmis fæddust fimmtán börn á þessu ári. Sex fæddust í ágúst og september, sem þýðir að þau voru getin í desember og janúar. Hugsanlega í rafmagnsleysinu.

Þetta kemur fram í viðtali við Ragnheiði Jónu í áramótaþætti N4, þar sem hún gerði upp árið 2020.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga