Fréttir | 01. janúar 2021 - kl. 10:56
Fyrsta barn ársins er Húnvetningur

Fyrsta barn ársins fæddist á fæðingardeild Landspítalans tuttugu og fjórar mínútur yfir miðnætt og var það stúlka, 52 sentímetra löng og vó 3.770 grömm. Fjölskylda stúlkunnar er frá Hvammstanga og heilsast mæðgunum vel samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeild. Tvö önnur börn fæddust til viðbótar á Landspítalanum í nótt.

Sagt er frá þessu á ruv.is og mbl.is. Þar kemur einnig fram að fyrsta barn ársins á Akureyri fæddist klukkan fimm mínútur yfir sex. Það var drengur og fyrsta barn foreldra sinna. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu heilsast móður og syni vel.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga