Fréttir | 04. janúar 2021 - kl. 15:44
Val á manni ársins 2020 í Austur-Húnavatnssýslu
Allir lesendur Húnahornsins eru hvattir til að taka þátt í valinu

Líkt og undanfarin 15 ár ætlar Húnahornið að bjóða lesendum sínum að velja mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu. Við biðlum til lesenda að senda inn tilnefningu í gegnum þar til gerðan rafrænan atkvæðaseðil. Hver og einn getur sent inn eina tilnefningu og er jafnframt óskað eftir ástæðu tilnefningarinnar. Maður ársins í Austur-Húnavatnssýslu getur verið einn einstaklingur eða hópur manna.

Allir lesendur Húnahornsins eru hvattir til að taka þátt í valinu - Smelltu hér.

Lesendur Húnahornsins völdu björgunarsveitarfólk í Björgunarfélaginu Blöndu sem menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2019. Björgunarfélagið stóð í ströngu í desember 2019 þegar mikið óveður gekk yfir landið. Félagsmenn lögðu mikið á sig við erfiðar aðstæður við að aðstoða og tryggja öryggi íbúa í óveðrinu og að aðstoða fyrirtæki og stofnanir í héraðinu.

Þetta er í 16. sinn sem Húnahornið stendur fyrir vali á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu.

Valið stendur til miðnættis 22. janúar næstkomandi og verða úrslit kynnt degi síðar.

Menn ársins í Austur-Húnavatnssýslu síðustu ár eru þessir:

2019: Björgunarsveitarfólk í Björgunarfélaginu Blöndu
2018: Guðjón Ragnarsson og hundurinn Tinni
2017: Eyþór Franzon Wechner
2016: Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson
2015: Róbert Daníel Jónsson
2014: Brynhildur Erla Jakobsdóttir
2013: Elín Ósk Gísladóttir
2012: Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason
2011: Einar Óli Fossdal
2010: Bóthildur Halldórsdóttir.
2009: Bóthildur Halldórsdóttir.
2008: Lárus Ægir Guðmundsson.
2007: Rúnar Þór Njálsson.
2006: Lárus B. Jónsson.
2005: Lárus B. Jónsson.

RAFRÆNN ATKVÆÐASEÐILL

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga