Fréttir | 23. janúar 2021 - kl. 11:04
Póstkosning hjá Framsókn í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmasambönd Framsóknar hafa ákveðið aðferð við val á framboðslista fyrir komandi alþingiskosningar. Í fjórum kjördæmum geta allir skráðir flokksmenn tekið 30 dögum fyrir valdag. Í Norðvesturkjördæmi fer fram póstkosning og munu valdagar standa frá 16. febrúar til og með 13. mars 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin.

Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag póstkosningarinnar eða fyrir miðnætti laugardaginn 16. janúar 2021. Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 1. febrúar klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.

Nánari upplýsingar af framboðsmálum hjá Framsókn má finna hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga