Fréttir | 03. febrúar 2021 - kl. 09:17
Tíu í framboði hjá Framsókn

Tíu eru í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar í haust. Póstkosning verður haldin dagana 16. febrúar til 13. mars og verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins. Einn Blönduósingur eru á meðal þessara tíu frambjóðenda en það er Gunnar Tryggvi Halldórsson og býður hann sig fram í 3. sæti. Þá býður Friðrik Már Sigurðsson í Húnaþingi vestra sig fram í 3.-4. sæti.

Í fram­boði eru eft­ir­far­andi:

  • Stefán Vagn Stef­áns­son, for­seti sveit­ar­stjórn­ar í Skagaf­irði í 1. sæti.
  • Guðveig Eygló­ar­dótt­ir, sveit­ar­stjórn­ar­maður í Borg­ar­byggð í 1.-2. sæti.
  • Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, alþing­ismaður í Bol­ung­ar­vík í 1.-2. sæti.
  • Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður SUF í 2. sæti.
  • Iða Marsi­bil Jóns­dótt­ir, for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Vest­ur­byggð í 2.-3. sæti.
  • Gunn­ar Tryggvi Hall­dórs­son, sveit­ar­stjórn­ar­maður Blönduósi í 3. sæti.
  • Friðrik Már Sig­urðsson, verk­efna­stjóri og sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi, Húnaþingi vestra í 3.-4.sæti.
  • Gunn­ar Ásgríms­son, há­skóla­nemi á Sauðár­króki í 5. sæti.
  • Ragn­heiður Ingi­mund­ar­dótt­ir, versl­un­ar­maður í Stranda­byggð í 5.-6. sæti.
  • Tryggvi Gunn­ars­son, skips­stjóri frá Flat­ey í 3.-5. sæti.
Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga