Frá Skagaströnd. Mynd: skagastrond.is
Frá Skagaströnd. Mynd: skagastrond.is
Fréttir | 10. febrúar 2021 - kl. 10:31
Endurskoðun Aðalskipulags Skagastrandar 2019-2031

Sveitarstjórn Skagastrandar hefur síðustu mánuði unnið að heildar endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Helstu ástæður endurskoðunarinnar eru þær að skipulagstímabil núgildandi aðalskipulags var að ljúka, ný ákvæði skipulagslaga og reglugerða hafa tekið gildi, landsskipulagsstefna hefur verið staðfest og breyttar forsendur hafi kallað á nýja stefnumótun varðandi skipulag sveitarfélagsins, að því er segir á vef Skagastrandar.

Þar kemur fram að við endurskoðunina hafi einnig verið litið til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og þeim forgangsraðað innan tiltekinna málaflokka aðalskipulagsins.

Aðalskipulagáætlun er ætlað að stuðla að hagkvæmri þróun byggðar á svæðinu og snúa við neikvæðri íbúaþróun, m.a. með því að skapa sem best skilyrði fyrir atvinnulíf og mannlíf og gera búsetu á svæðinu eftirsóknarverða. Það er gert með því að búa enn frekar í haginn fyrir fjölbreytt og gott mannlíf og atvinnulíf og efla og rækta þá kosti sem fylgja búsetu í litlu samfélagi.

Á vef Skagastrandar má finna vinnslutillögurnar sem nú eru kynntar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga