Fréttir | 10. febrúar 2021 - kl. 14:46
Arion banki lokar á Blönduósi í vor

Arion banki hefur ákveðið að sameina útibú bankans á Blönduósi við útbúið á Sauðárkróki. Breytingin tekur gildi 5. maí næstkomandi sem verður þá jafnframt síðasti opnunardagur útibúsins á Blönduósi. Í tilkynningu sem bankinn hefur sent viðskiptavinum sínum á Blönduósi segir að undanfarin ár hafi verið gerðar breytingar á útibúaneti bankans til að aðlaga það að nýrri nálgun í bankaþjónustu þar sem lögð sé áhersla á gott aðgengi að stafrænum þjónustuleiðum.

Þá segir að liður í þessum breytingum sé að miðvikudaginn 5. maí 2021 muni útibúið á Blönduósi sameinast útibúi bankans á Sauðárkróki og sé það síðasti opnunardagur á Blönduósi. Áfram verði alhliða hraðbanki á Blönduósi þar sem hægt verði að taka út og leggja inn seðla, greiða reikninga, enduropna PIN númer og millifæra. Hraðbankinn verði fyrst um sinn staðsettur í núverandi húsnæði að Húnabraut 5.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga