Fréttir | 10. febrúar 2021 - kl. 16:45
Lokun útibús Arion banka harðlega mótmælt

Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega áformum Arion banka um að loka alveg útibúi bankans á Blönduósi en málið var rætt á sveitarstjórnarfundi í gær. Í bókun segir að þjónusta bankans hafi verið skert verulega á undanförnum árum og að sú þróun hafist áður en kórónuveirufaraldurinn hófst.

Sveitarstjórnin lýsti jafnframt yfir miklum vonbrigðum yfir skertri fjármálaþjónustu við íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu og nágrenni þess, auk þeirra fjölmörgu sem koma á Blönduós eða fara þar um.

Sveitarstjórn fól sveitarstjóra, í samráði við byggðaráð, að kanna og koma með tillögur um frekari viðbrögð við boðaðri lokun bankans, með tilliti til framtíðar bankaviðskipta sveitarfélagsins.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga