Fréttir | 10. febrúar 2021 - kl. 21:35
Dósasöfnun knattspyrnudeildar Hvatar
Tilkynning frá stjórn

Á morgun, fimmtudaginn 11. febrúar milli kl. 17:00 – 18:30, munu iðkendur yngri flokka knattspyrnudeildar Hvatar ganga í hús og safna dósum til styrktar starfsemi deildarinnar. Munu iðkendurnir gera sitt besta til að komast yfir sem stærstan hluta bæjarins, eftir því sem tími og mannskapur leyfir, en söfnuninni verður annars lokið í næstu viku og auglýsing þar að lútandi birt sérstaklega.

Dósasöfnun hefur um árabil verið mikilvægur þáttur í fjáröflun fyrir deildina og eru íbúar sveitarfélagsins, sem ávallt taka vel á móti krökkunum okkar, þar í lykilhlutverki. Á sama tíma og við þökkum fyrir góðar móttökur og veittan stuðning viljum við minna á að íbúar, sem ekki verða heima við á fyrrgreindum tíma, geta sett dósapoka sína út fyrir dyr og látið okkur í stjórninni vita; við munum þá sækja pokana meðan á söfnuninni stendur.

-Stjórn Knattspyrnudeildar Hvatar

Heiðar s. 867-5627

Erla Ísafold s. 825-1133

Birna s. 788-7969

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga