Fréttir | 11. febrúar 2021 - kl. 09:49
112 dagurinn
Áhersla á öryggi og velferð barna og ungmenna

Hinn árlegi 112 dagur er haldinn í dag 11. febrúar. Markmið hans er að kynna neyðarnúmerið 112 og starfsemi aðilanna sem tengjast því, efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi. Markmið dagsins er enn fremur að efla samstöðu og samkennd þeirra sem starfa að forvörnum, björgun og almannavörnum og undirstrika mikilvægi samstarfs þeirra og samhæfingar.

Að þessu sinni verður sjónum beint sérstaklega að barnavernd og öryggi og velferð barna og ungmenna. Fjallað verður um efnið frá sjónarhorni barna og ungmenna, 112, opinberra aðila, viðbragðsaðila og þeirra sem veita aðstoð í tengslum við barnavernd. Barnaverndarstofa mun kynna hlutverk barnaverndarnefnda um allt land og barnanúmerið 112.

Á vef Neyðarlínunnar www.112.is er að finna mikið af fræðslu, bæði ætluð börnum og fullorðnum. Foreldrar og aðrir forráðamenn eru hvattir til að kynna sér efnið og ræða við börnin um mikilvægi þess að þekkja neyðarnúmerið 112.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga